Hvernig notar maður Mosey vörurnar?

Posted by Róbert Jóhannesson on

Stundum þegar maður ætlar að gera hreingerningu veit maður ekki hvar maður á að byrja, hvaða efni maður á að velja eða hvernig maður á að nota þau. Við tókum þess vegna saman eiginleika allra varanna sem við seljum og nokkur góð ráð til viðbótar.

Vonandi nýtist þetta ykkur vel! ❤️

 

Mosey Tveir í einum er alhliða hreinsir fyrir heimilið sem bæði sótthreinsar og hreinsar. Hlutir sem þrifnir eru með efninu verða skínandi hreinir og glansandi enda brýtur efnið niður bíófilmuna sem örverur mynda sér til varnar. Maður spreyjar einfaldlega efninu á þann flöt sem á að þrífa og strýkur svo yfir hann með rökum eða þurrum klút eða tusku.

Gott ráð:

Burstað stál verður hreint og skínandi eftir stroku með þessum hreinsi. Eins er gott að hreinsa helluborðið í eldhúsinu af og til með Tveim í einum til að fyrirbyggja að bíófilma myndist.

 

Mosey Sturtu-, bað- og flísahreinsir er öflugur hreinsir, enda gerður til að ná burt kísil af gleri, flísum og postulíni. Best er að nota grófa tusku eða svamp, úða efninu á hann, nudda svo yfirborðið með smá vatni í bland svo að freyði. Loks skolar maður með vatni eða strýkur froðunni í burtu með blautum eða rökum klút.

Gott ráð:

Ef sturta er þrifin með sturtu-, bað- og flísahreinsi er gott að úða Mosey Myglueyði í horn og kverkar niður við gólf eftir þrifin. Ef maður gerir þetta þarf að þrífa mun sjaldnar því Myglueyðirinn myndar næfurþunna filmu sem inniheldur öll varnarefnin gegn myglu.

 

Mosey Myglueyðir er eins og nafnið ber með sér, til að drepa og eyða myglu. Mygla finnst oft út við gler í gluggum enda er þar meiri rakamyndun en annars staðar í húsum að baðherbergjum undanskyldum. Best er að spreyja efninu á flötinn, leyfa því að þorna og strjúka því svo í burtu með rökum klút.

Gott ráð:

Ef um mikla myglu er að ræða getur verið gott að nota grófa tusku eða svamp og nudda áður en Myglueyðirinn er strokinn í burtu.

 

Mosey Mygluhreinsir fyrir þvottavélar er efni sem hreinsar frárennsli frá þvottavélum og einnig vélarnar sjálfar. Mygla veldur gjarnarn bilunum í slíkum vélum en hún vill læðast inn í vélarnar í gegnum frárennslisrör. Best er að setja u.þ.b. 1 dl af Mygluhreinsi fyrir þvottavélar í vélina, setja hana í gang á 60°C, leyfa vatninu að fylla vélina og stöðva svo ferlið og leyfa efninu að virka í hálftíma. Loks setur maður vélina aftur í gang og leyfir henni að klára ferlið.

Gott ráð:

Mjög gott að leggja föt í bleyti með Mygluhreinsi fyrir þvottavélar blönduðum út í vatnið og losna þannig við slæma lykt úr þeim, eins og til dæmis íþróttaföt eða myglumenguð föt.

 

Mosey Sótthreinsir fyrir heita potta og baðkör með loftnuddi er frábær leið til að gæta hreinlætis. Í vatnsleiðslur slíkra potta og baðkara setjast gjarnan örverur, mygla þar á meðal sem Sótthreinsirinn vinnur á. Ekkert annað

Gott ráð:

Ef um rafmagnspotta er að ræða getur Sótthreinsirinn komið í stað klórs til að komast hjá klórlykt og ertingu. Ekki þarf nema 250 ml af efninu í 1200 lítra pott og vatnið heldur sama pH gildi í allt að sex mánuði þótt hann sé mikið notaður.

 

Mosey Handsótthreinsir gefur húðinni frið til að lækna sig sjálf. Handsótthreinsirinn heldur höndum smitfríum í allt að fjórar klukkustundir. Hann er auk þess græðandi og hefur lagað sprungnar hendur og útbrot á handleggjum. Hann inniheldur ekkert alkóhól né ilm- eða litarefni.

Gott ráð:

Hægt er að nota Mosey Handsótthreinsi á hluti jafnt og hendur og halda hann þeim sótthreinsuðum í allt að sólahring.

 

Mosey Ofnahreinsir er efni sem ætlað er í kalda ofna og hægt að nota það án öndunargrímu og þess háttar. Best er að gefa Ofnahreinsinum smá tíma til að virka áður en maður ræðst á óhreinindin með svampi eða grófri tusku.

Gott ráð:

Það er mjög gott að hreinsa steikarplötur með Ofnahreinsinum. Úða á þær áður en annað er sett í uppþvottavélina og gefa honum þannig smá tíma áður en plöturnar eru þrifnar.

 

Mosey Iðnaðarhreinsirinn er froðuhreinsir. Ef notaður er froðustútur á háþrýstikerfi, myndast talsverð froða sem byrjar að falla eftir 35 mínútur. Einnig er hægt að nota kústa, klúta og svampa án froðusprautunar úr háþrýstikerfum. Þessi hreinsir vinnur vel á allri feiti, próteinskánum og öðrum óhreinindum.

Gott ráð:

Iðnaðarhreinsirinn er ekki ætandi á ál og því virkar hann vel á allt ályfirborð, t.d. í eldhúsum.

 

Umbúðir Mosey eru HDPE plasti, sem ekki tekur til sín innihaldið í þeim. Því eru þær 100% endurnýtanlegar. Umbúðirnar eru íslensk framleiðsla og því er kolefnaspor þeirra minna en ef um innfluttar umbúðir væri að ræða.

Gott ráð:

Hægt er að fá áfyllingar í eins líters pakkningum og tveggja og hálfslítra pakkningum hjá Mosey.


Sale

Unavailable

Sold Out