News
Hvað orsakar myglu?
Posted by Róbert Jóhannesson on
Myglugró er í öllu andrúmslofti en þurfa kjöraðstæður til að spíra og fjölga sér, þær aðstæður eru: Raki, hiti, fæði og kyrrt loft. Það eru í kringum 2000 tegundir af mygluflokkum sem eru þekktir, af þeim eru 18 taldir hættulegir heilsu fólks. Flestar þessar tegundir eru í náttúrunni og eiga að vera þar og gera sitt gagn við niðurbrot og efnabreytingar. Við áðurnefndar kjöraðstæður innan húss, geta þessar myglutegundir tekið sér bólfestu þar og orðið hættulegar heilsu íbúanna. Ég er með mygluvandamál, hvað er ég að gera rangt? Þessi spurning hefur mörg svör. Einfaldasta svarið er; þú opnar glugga...
Þegar mygla tekur sér bófestu í húsum
Posted by Róbert Jóhannesson on
Minnstu mistök í byggingu á húsum geta valdið ómældu tjóni, bæði á húsum og heilsu fólks. Algengustu mistökin liggja í ónógri loftun yfir einangrun í þökum, eins er alltof algengt að röng tegund af glerlistum sé að finna á botnstykkjum glugga. Gluggar eru oft á tíðum ranglega staðsettir í veggjum og illa frá þeim gengið að öðru leyti. Brotin þök eru yfirleitt með lítilli eða engri loftun, þar spilar saman röng hönnun og kæruleysi við framkvæmdir. Hér er mynd af glugga sem er vitlaust staðsettur í vegg. Þarna var upphaflega glugganum skipt út fyrir nýjan viðhaldsfrían, sem er meira en...
Hvernig notar maður Mosey vörurnar?
Posted by Róbert Jóhannesson on
Stundum þegar maður ætlar að gera hreingerningu veit maður ekki hvar maður á að byrja, hvaða efni maður á að velja eða hvernig maður á að nota þau. Við tókum þess vegna saman eiginleika allra varanna sem við seljum og nokkur góð ráð til viðbótar.
Vonandi nýtist þetta ykkur vel! ❤️