Þegar mygla tekur sér bófestu í húsum

Posted by Róbert Jóhannesson on

57214068_6119450525066_2537010046143823872_n.png

Minnstu mistök í byggingu á húsum geta valdið ómældu tjóni, bæði á húsum og heilsu fólks. Algengustu mistökin liggja í ónógri loftun yfir einangrun í þökum, eins er alltof algengt að röng tegund af glerlistum sé að finna á botnstykkjum glugga. Gluggar eru oft á tíðum ranglega staðsettir í veggjum og illa frá þeim gengið að öðru leyti. Brotin þök eru yfirleitt með lítilli eða engri loftun, þar spilar saman röng hönnun og kæruleysi við framkvæmdir.

j.jpg

Hér er mynd af glugga sem er vitlaust staðsettur í vegg. Þarna var upphaflega glugganum skipt út fyrir nýjan viðhaldsfrían, sem er meira en helmingi þynnri en upphaflegi glugginn. Sá nýi er settur yst í gatið þannig að engu þurfi að breyta að utan, við það verður til 5 sm breið óeinangruð rönd innan við gluggann sem slagar nótt sem nýtan dag og myglan mætir í veisluna.

Umgengni um hús skiptir máli.

Með tilkomu náttúruvænna hreinsiefna hefur orðið nokkurs konar stökkbreyting á ástandi holræsakerfa um allan heim. Í holræsunum er nú að finna þykkan graut af myglu sem nærist á þessum vistvænu efnum. Sú mygla leitar í frárennslislagnir frá þvottavélum sérstaklega og getur eyðilagt dælur vélanna. Myglugró í andrúmslofti eru einnig farin að sækja sér spírunarstað í þvotta- og sápuhólfum þvottavélanna, því þarf að sjóða í vélunum af og til (með Mygluhreinsi fyrir þvottavélar).

m.jpg

Á myndinni sést hvar myglan hefur sest að í fellingu þéttihringsins.

Þegar svona er komið mengast allur þvottur og viðkvæmir lenda í vandræðum fyrst en síðan allir sem klæðast fötum úr svona vél.

Á síðunni www.rafhof.is er að finna pdf skjal með leiðbeiningum um þrif á heimilistækjum.

Sturtur eru vinsælar hjá myglunni og þangað sækir hún grimmt. Það eru afar fáar sturtur/sturtuklefar sem eru algerlega án myglu, svo útbreitt er vandamálið.

Kíkjum á mynd af sturtu en að vísu er sjaldgæt að vandamálið verði svo risa stórt.

k.jpg

Þennan sturtuklefa þarf allan að losa í sundur og þrífa hvert stykki með skipulögðum hætti.

Það er hægt að komast fyrir svona vandamál með notkun á réttum efnum við þrif og einnig að passa upp á að ekki liggi vatn neins staðar milli sturtuferða, þurrka vel innan úr sturtunni eftir notkun. Það er ekki síður mikilvægt að loftræsting sé góð í votrýmum, annað hvort með náttúrulegum hætti (opnum gluggum) eða með útsogi gegnum viftu. Loftskipti þurfa að geta orðið á sirka 10 mínútum í votrýmum.

Of langt mál yrði í einum pistli að gera öllu skil varðandi umgengni um húsnæði og galla í hönnun og framkvæmd, frekar að hafa pistlana fleiri og jafnvel styttri í framhaldinu. Skoðunarmaður Moseyjar er með áratuga reynslu af viðureign við myglu og önnur vandamál er varða húsnæði. Sú reynsla er að mestu fengin erlendis en einnig á Íslandi. Mikilvægt er að skoðunarmenn húsa hafi þekkingu á eðlisfræði húsa, einnig reynslu frá byggingavinnu hvers konar og að minnsta kosti grunnþekkingu í hönnun og frágangi er við kemur „thermískum fræðum“. Þegar afar erfið og flókin dæmi koma upp, leitar fyrirtækið til sérfræðinga erlendis sem hafa mestu þekkinguna á slíkum málum, það á einnig við um heilsufarleg vandamál er tengjast myglu.


Sale

Unavailable

Sold Out