Mosey Lyktareyðir er einstakur lyktareyðir sem virkar án þess að notast við ilmefni til að fela ólyktina. Oft er uppruni vondrar lyktar frá bakteríum og örverum sem gefa frá sér lykt. það þarf því oft að eyða þeim til að losna við óþefinn. Virknin í Mosey lyktareyðir er því tvíþættt, eyðir lyktinni og uppruna hennar.
Upplýsingar og leiðbeiningar: Úðið vandlega á það sem gefur lyktina sem á að losna við. Kjörið til að losna við ólykt úr skóm, íþróttatöskum, fatnaði, ruslatunnum, kattaklósetti o.s.frv. Illa lyktandi föt, íþróttaskó og aðra hluti sem það þola er gott að setja í bleyti í lyktareyðinum. Einungis þarf að gegnbleyta hlutina og óþarfi að láta þá liggja í bleyti í langan tíma. Einnig er hægt að setja lyktareyðir í mýkingarefnishólfið þegar fatnaður er þveginn í þvottavél.